Enn ein stjarnan í sjónvarpsþættinum vinsæla Ted Lasso hefur nú tjáð sig um mögulega endurkomu á næsta ári.
Nokkrir leikarar í þáttaröðinni hafa sagt sína skoðun og vilja flestir sjá allavega eina seríu til viðbótar.
Einn af þeim er Brett Goldstein sem leikur hinn skapmikla Roy Kent í þáttunum sem voru vinsælir um allan heim.
Framleiðendur Ted Lasso ákváðu að kalla verkefnið gott eftir þrjár seríur en þar er fjallað um knattspyrnustjórann Ted Lasso og hans líf innan sem utan vallar.
,,Ég hef heyrt þessar sögusagnir. Eru þið með einhverjar fréttir?“ sagði Goldstein léttur er hann var spurður út í endurkomu.
,,Við megum alltaf láta okkur dreyma. Ég mun ekki stöðva neinn í að láta sig dreyma.“
Ummælin eru svo sannarlega óskýr en einhverjir vilja meina að Goldstein sé þarna að gefa aðdáendum litla sem enga von.