Kylian Mbappe hefur fest kaup á nýju húsi á Spáni en húsið var áður í eigu Gareth Bale sem var goðsögn hjá Madríd.
Mbappe borgaði 9 milljónir punda eða 1,6 milljarð fyrir húsið.
Húsið er staðsett í La Finca í hverfinu í Madríd sem er vinsælt hjá þeim sem eiga peninga.
Zinedine Zidane, Iker Casillas, og Cristiano Ronaldo hafa allir verið búsettir í þessu hverfi, Ronaldo á enn húsið sitt þarna.
Mbappe kom til Real Madrid í sumar en hefur ekki enn farið á flug.