AC Milan 0 – 2 Napoli
0-1 Romelu Lukaku(‘5)
0-2 Khvicha Kvaratskhelia(’43)
Napoli er með góða forystu á toppi ítölsku Serie A deildarinnar en liðið spilaði við AC Milan í kvöld.
Milan hefur verið í töluverðu veseni undanfarið og er aðeins með 14 stig eftir fyrstu níu leiki sína.
Napoli var að vinna sinn áttunda sigur í deildinni á tímabilinu en liðið er með sjö stiga forskot.
Romelu Lukaku og Khvicha Kvaratskhelia sáu um að tryggja Napoli frábæran sigur í kvöld en leikið var á San Siro.
Napoli hefur spilað tíu leiki en liðin fyrir neðan eins og Inter Milan og Juventus hafa spilað níu.