Erling Haaland hafði lítinn sem engan áhuga á að mæta á verðlaunaafhendingu Ballon d’Or í gærkvöldi.
Rodri, liðsfélagi Haaland, hjá Manchester City var valinn besti leikmaður heims í fyrsta sinn á ferlinum.
Haaland ákvað þó að skella sér til Svíþjóðar en hann horfði á Malmö spila við Gautaborg í efstu deild.
Malmö tryggði sér sænska meistaratitilinn með 2-1 sigri eftir virkilega flott tímabil.
Erik Botheim, vinur Haaland, leikur með Malmö og ákvað Norðmaðurinn að styðja við bakið á félaga sínum.
Haaland hefur sjálfur aldrei spilað í Svíþjóð en hann á að baki leiki í efstu deild Noregs fyrir Molde.