Kieran McKenna, stjóri Ipswich, segir að enskir miðlar séu að bulla og að hann sé ekki að reyna að losa miðjumanninn Kalvin Phillips.
Phillips er í láni hjá Ipswich frá Manchester City en hefur ekki verið upp á sitt besta á þessu tímabili.
Phillips fékk nánast engar mínútur hjá City eftir komu frá Leeds og ákvað að færa sig yfir til Ipswich í sumar.
Enskir miðlar vilja meina að Ipswich vilji senda Philips aftur til Manchester í janúar en McKenna þvertekur fyrir þær sögusagnir.
,,Hvað get ég sagt um þessar sögusagnir? Þetta er allt kjaftæði,“ sagði McKenna við blaðamenn.
,,Það er hægt að skrifa eitthvað og það verður að einhverri sögu, algjört bull. Við höfum ekki átt neinar samræður eins og þessar. Hann spilaði vel um helgina.“