Íslandsmeistarar Breiðabliks fögnuðu fram á nótt í Kópavogi í gærkvöldi eftir frækinn 0-3 sigur á Víkingi í hreinum úrslitaleik.
Ljóst er að Blikarnir voru nokkuð sigurvissir fyrir leik eins og sjá má á jakkafötum sem nokkrir voru klæddir í.
Viktor Karl Einarsson leikmaður liðsins á fyrirtækið Zantino sem sérsaumar jakkaföt.
Hann hafði látið grafa Champs í kragann á fötunum sínum, sama hafði hann gert fyrir Ísak Snæ Þorvaldsson.
Meistarar í kragann og voru fötin klár eftir leik. Mikil stemming var í Smáranum fram eftir nóttu þar sem Blikar fögnuðu mögnuðum árangri.
Ísak Snær skoraði tvö mörk í 0-3 sigrinum en Aron Bjarnason skoraði seinasta mark leiksins sem var ansi laglegt.