Rodri var í kvöld kjörinn besti knattspyrnumaður í heimi árið 2024. Miðjumaður Manchester City átti frábært ár og hlaut Ballon d’Or verðlaunin.
Vini Jr leikmaður Real Madrid endaði í öðru sæti. Rodri vann ensku deildina með City og varð Evrópumeistari með Spáni.
Aitana Bonmatí leikmaður Barcelona var kjörin besta konan annað árið í röð.
Lamine Yamal var kjörinn besti ungi leikmaðurinn í heimi og Carlo Ancelotti stjóri Real Madrid var kjörinn besti stjórinn.
Real Madrid vann spænsku deildina og Meistaradeildina en allir tengdir Real Madrid sniðgengu hátíðina vegna þess að Vini Jr var kjörinn besti leikmaður heims.