fbpx
Mánudagur 28.október 2024
433Sport

Mikael reiður yfir framkomu í Víkinni í gær þegar slökkt var á sjónvarpinu – „Ég er fimmtugur og stjórna því hvenær ég fer út“

433
Mánudaginn 28. október 2024 20:45

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mikael Nikulásson fyrrum þjálfari KFA og sérfræðingur Þungavigtarinnar var ekki sáttur með þá ákvörðun að slökkva á stórleik Arsenal og Liverpool í Víkinni í gær.

Mikael var einn af þeim sem fékk miða á stórleikinn þegar Breiðablik varð Íslandsmeistari í hreinum úrslitaleik gegn Víkingi.

Auglýst var að stórleikurinn yrði sýndur á skjá í Víkinni og það var svo en ekki allur leikurinn. „Það voru ágætis aðstæður í Víkinni, maður þarf að setja smá standard. Ekki auglýsa andlitsmálningu fyrir leik og svo er hún ekki,“ sagði Mikael í nýjasta þætti Þungavigtarinnar.

Mikael fer svo yfir það sem gerðist. „Ekki auglýsa Arsenal vs Liverpool í stóra salnum og slökkva svo á leiknum þegar það eru tuttugu mínútur eftir og segja öllum að fara út. Ég er fimmtugur og stjórna því hvenær ég fer út, ég var með miða í stúkuna.“

Mikael segir að nokkrir hafi orðið ansi reiðir yfir þessu sem ætluðu að klára stórleikinn á Englandi áður en farið væri út á völl.

„Þeir slökktu bara á leiknum, það voru nokkrir trylltir. Þeir slökktu bara á leiknum, ég missti af síðustu tuttugu mínútum. Það var einhver Víkingur sem tók völdin og sögðu öllum að fara út, þetta er eins og á leikskóla.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Mynd sem eiginkona Xavi birtir vekur mikla athygli – Af hverju er sonur þeirra í treyju United?

Mynd sem eiginkona Xavi birtir vekur mikla athygli – Af hverju er sonur þeirra í treyju United?
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Real Madrid sniðgengur hátíðina því Vinicius Jr vinnur ekki Gullknöttinn – Talið öruggt að Rodri vinni

Real Madrid sniðgengur hátíðina því Vinicius Jr vinnur ekki Gullknöttinn – Talið öruggt að Rodri vinni
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Segir óákveðni INEOS ástæðu þess að tímabil United er farið í vaskinn

Segir óákveðni INEOS ástæðu þess að tímabil United er farið í vaskinn
433Sport
Í gær

Höskuldur besti leikmaður Bestu deildarinnar – Benóný efnilegastur

Höskuldur besti leikmaður Bestu deildarinnar – Benóný efnilegastur