fbpx
Miðvikudagur 22.janúar 2025
433Sport

Leigubílasögurnar á fullri ferð á Íslandi: Gísli gæti fengið stóru seðlana á Akranesi – Gylfi líklega áfram hjá Val

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 28. október 2024 10:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Knattspyrnusumrinu á Íslandi lauk formlega í gær þegar Breiðablik varð Íslandsmeistari með sigri á Víkingi í hreinum úrslitaleik.

Mikið af slúðursögum eru byrjaðir að heyrast og hafa verið í gangi síðustu vikurnar.

Leigubílasögur eru stór hluti af íslenskum fótbolta en hér að neðan eru allar helstu sögurnar sem hafa heyrst síðustu daga.

Gylfi á æfingunni í kvöld

Ef KSÍ fer í breytingar á landsliðsþjálfara karla er Arnar Gunnlaugsson sagður efstur á blaði sambandsins. Freyr Alexandersson þjálfari Kortrijk er sagður hafa mikinn áhuga á starfinu.

Gylfi Þór Sigurðsson er ekki með neina klásúlu í samningi sínum við Val til að rifta honum samkvæmt þeim sögum sem nú eru í gangi. Mikið hefur verið kjaftað um Gylfa og hann verið orðaður við FH og Víking.

Alfreð Finnbogason íhugar að leggja skóna á hilluna, hann gæti þá mögulega komið inn í fullt starf hjá Breiðablik þar sem hann er í dag ráðgjafi. Alfreð hefur einnig verið orðaður við starf hjá KSÍ og félög erlendis eru einnig með hann á blaði sem yfirmann knattspyrnumála.

Yfirgnæfandi líkur eru á því að Oliver Sigurjónsson yfirgefi Breiðablik nú þegar samningur hans er á enda. Andri Rafn Yeoman  og Kristinn Jónsson eru að verða samningslausir en félagið vill halda þeim.

Gísli Gottskálk Þórðarson miðjumaður Víkings fer líklega í atvinnumennsku, hann er á blaði hjá Rosenborg og fleiri liðum.

Breiðablik mun reyna að fá Ísak Snæ Þorvaldsson aftur frá Rosenborg en norska liðið er sagt skoða þá hugmynd að selja hann og Víkingur hefur einnig verið nefnt til sögunnar.

GettyImages

Jón Daði Böðvarsson sem samdi við Wrexham fram í janúar hefur ekki neinn sérstakan áhuga á því að spila á Íslandi næsta sumar samkvæmt sögunum.

Skagamann eru sagðir tilbúnir í að borga Gísla Eyjólfsson þannig laun að hann yrði einn besti launaði leikmaður landsins. Gísli er hjá Halmstad í Svíþjóð en er sagður skoða heimkomu, hans gamla félag Breiðablik og KR hafa líka áhuga.

Flest bendir til þess að Srdjan Tufegdzic verði áfram þjálfari Vals. Nýkjörin stjórn félagsins er þó sögð hafa viðrað þá hugmynd að reyna að ráða Ólaf Inga Skúlason þjálfara U21 árs landsliðsins.

Mjög ólíklegt er að Rúnar Kristinsson fái tilboð frá Val.

Kristófer Ingi Kristinsson er mikið orðaður við Val og nú sérstaklega eftir að pabbi hans fór í stjórn félagsins. Samningur hans við Breiðablik er að renna út.

Elfar Freyr Helgason er að verða samningslaus hjá Val og fer líklega, fleiri breytingar eru yfirvonandi en búist er við að Valsmenn horfi mest í það að styrkja vörnina og miðsvæði sitt í vetur.

Möguleiki er á því að Ómar Ingi Guðmundsson ákveði sjálfur að hætta með HK, Arnar Grétarsson hefur verið nefndur til leiks.

Eggert Aron Guðmundsson gæti komið heim til Stjörnunnar eftir mjög erfitt ár hjá Elfsborg í SVíþjóð. Stjarnan mun svo reyna að kaupa Óla Val Ómarsson og Guðmund Baldvin Nökkvason sem voru á láni í fyrra.

Þórarinn Ingi Valdimarsson fór frá Stjörnunni um helgina en bæði Selfoss og Njarðvík hafa mikinn áhuga á að fá hann samkvæmt sögum dagsins.

Líklegt er að Frederik Schram fari aftur til Danmerkur og semji þar við sitt gamla félag Roskilde, hann er þó einnig orðaður við FH. Heimir Guðjónsson þjálfari FH gerir kröfu á það að sóttur verði nýr markvörður fyrir næstu leiktíð.

Sara Björk Gunnarsdóttir og Árni Vilhjálmsson gætu komið heim næsta vor þegar samningur hennar í Sádí Arabíu rennur út.

Viðar Örn Kjartansson. Mynd: Skjáskot

Selfoss hefur aftur mikinn áhuga á því að fá Viðar Örn Kjartansson en hann hefur einnig verið orðaður við FH. Samningur Viðars við KA er að renna út.

Jökull Andérsson og bróðir hans Axel Óskar Andrésson gætu sameinast hjá Aftureldingu í Bestu deildinni, Eyþór Aron Wöhler er einnig nefnur til sögunnar.

KR hefur sótt mjög marga leikmenn undanfarnar vikur en á eftir að sækja sér stóru byssurnar, Guðlaugur Victor Pálsson og Arnór Ingvi Traustason landsliðsmenn eru nefndir til leiks.

Fram og ÍBV eru sögð hafa mikinn áhuga á því að krækja í Omar Sowe framherja Leiknis sem ætlar ekki að endursemja.

Draumur Þórs og Þórs/KA er að sækja Atla Sigurjónsson og Gígju Valgerði Harðardóttur en fótboltaparið frá Akureyri gæti komið heim.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Staðfest að Víkingur spili heimaleik sinn í Finnlandi

Staðfest að Víkingur spili heimaleik sinn í Finnlandi
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Vlahovic orðaður við England

Vlahovic orðaður við England
433Sport
Í gær

Chelsea tryggir sér leikmann fyrir næstu leiktíð

Chelsea tryggir sér leikmann fyrir næstu leiktíð
433Sport
Í gær

Kveður Arnar með söknuði og segir hann fullkominn fyrir landsliðið – „Ekki bara frábær þjálfari heldur líka frábær manneskja“

Kveður Arnar með söknuði og segir hann fullkominn fyrir landsliðið – „Ekki bara frábær þjálfari heldur líka frábær manneskja“