fbpx
Miðvikudagur 25.desember 2024
433Sport

Þetta hafði þjóðin að segja um magnaðan sigur Blika – Gillz vann tæpa milljón

433
Sunnudaginn 27. október 2024 20:51

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Breiðablik er Íslandsmeistari í knattspyrnu karla eftir magnaðan 0-3 sigur á Víkingi á útivelli í kvöld. Um var að ræða hreinan úrslitaleik. Breiðablik var betra frá nánast fyrstu mínútu leiksins og virtist meira hungur í þeim en Víkingum, liðið vann fleiri návígi og var ofan á í baráttunni.

Ísak Snær Þorvaldsson skoraði eina mark fyrri hálfleiks og staðan 1-0 fyrir Blika í hálfleik. Ísak var harður í horn að taka í teignum og hafði betur í návígi við Oliver Ekroth áður en hann setti boltann í netið. Víkingar byrjuðu seinni hálfleikinn af krafti og voru ógnandi, þeim vantaði hins vegar gæðin á síðasta þriðjung. Eftir pressu Víkinga var það Ísak aftur sem skoraði fyrir Blika.

Ísak var þá fylginn sér í teignum og skoraði af stuttu færi. Það var svo á 80 mínútu sem Aron Bjarnason tryggði 0-3 sigur Blika. Hann fékk fallega sendingu inn fyrir vörn Víkings og vippaði yfir Ingvar Jónsson. Breiðablik endar tímabilið með 62 stig en Víkingar 59 stig, þetta var fyrsta tímabil Halldórs Árnasonar sem þjálfari liðsins og varð hann Íslandsmeistari með liðið í fyrstu tilraun.

Þetta er í þriðja sinn sem Breiðablik verður Íslandsmeistari í karlaflokki, áður vann liðið titilinn árið 2010 og 2022.

Mikið var rætt um leikinn á X og má sjá það helsta hér að neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Fyrrum leikmaður United hraunar yfir liðið og sérstaklega einn leikmann

Fyrrum leikmaður United hraunar yfir liðið og sérstaklega einn leikmann
433Sport
Í gær

Mikil spenna fyrir haustinu á Stöð 2 – „Maður reynir að ýta því til hliðar“

Mikil spenna fyrir haustinu á Stöð 2 – „Maður reynir að ýta því til hliðar“
433Sport
Í gær

Sagður efstur á óskalista Liverpool sem er til í að greiða meira en 10 milljarða

Sagður efstur á óskalista Liverpool sem er til í að greiða meira en 10 milljarða
433Sport
Í gær

Gummi Ben ræðir son sinn Albert og skrefið í sumar – „Þá hef ég trú á að góðir hlutir gerist“

Gummi Ben ræðir son sinn Albert og skrefið í sumar – „Þá hef ég trú á að góðir hlutir gerist“
433Sport
Í gær

Saka ekki sá eini sem verður frá í töluverðan tíma

Saka ekki sá eini sem verður frá í töluverðan tíma
433Sport
Fyrir 2 dögum

Víkingur kaupir Stíg frá Ítalíu

Víkingur kaupir Stíg frá Ítalíu
433Sport
Fyrir 2 dögum

Osimhen og tveir aðrir orðaðir við Manchester United

Osimhen og tveir aðrir orðaðir við Manchester United
433Sport
Fyrir 2 dögum

Bruno Fernandes grét inni á skrifstofu eftir að hann fékk ekki að fara

Bruno Fernandes grét inni á skrifstofu eftir að hann fékk ekki að fara