HK er fallið úr Bestu deild karla eftir leik við KR sem fór fram í lokaumferðinni í dag.
KR fór létt með HK í þessum leik og skoraði sjö mörk en Benoný Breki Andrésson gerði fimmu og bætti markametið um leið.
Jafntefli hefði dugað HK í leiknum en Vestri tapaði 3-1 heima gegn Fylki á sama tíma sem kemur á óvart.
Hér má sjá öll mörk framherjans en það er Vísir sem birtir myndbandið.