Valur náði Evrópusæti í lokaumferð Bestu deildar karla en liðið spilaði við ÍA á heimavelli sínum í kvöld.
Valsmenn buðu upp á sýningu í lokaleiknum og skoruðu heil sex mörk gegn einu frá Skagamönnum.
Valur endar tímabilið í þriðja sæti með 44 stig, tveimur stigum á undan Stjörnunni sem spilaði við FH á sama tíma.
Stjarnan vann sitt verkefni 3-2 á heimavelli og er í fjórða sætinu með 42 stig, fimm stigum á undan ÍA sem er í því fimmta.
FH er á botni efri riðils Bestu deildarinnar með 34 stig úr 27 leikjum.
Valur 6 – 1 ÍA
1-0 Sigurður Egill Lárusson(‘5)
2-0 Patrick Pedersen(’12)
2-1 Steinar Þorsteinsson(’31)
3-1 Tryggvi Hrafn Haraldsson(’39)
4-1 Albin Skoglund(’43)
5-1 Gylfi Þór Sigurðsson(’78)
6-1 Lúkas Logi Heimisson(’79)
Stjarnan 3 – 2 ÍA
1-0 Hilmar Árni Halldórsson(’32)
1-1 Sigurður Bjartur Hallsson(’38)
2-1 Emil Atlason(’39)
2-2 Kjartan Kári Halldórsson(’45)
3-2 Ólafur Guðmundsson(’85, sjálfsmark)