Á samfélagsmiðlum hefur undanfarið borið á því að stuðningsmenn Burnley í enska fótboltanum ræði um Jóhann Berg Guðmundsson. Sakna þeir hans flestir mikið.
Mikið gekk á hjá Jóhanni í sumar en hann hafði ákveðið að fara frá Burnley þegar hann samdi aftur við félagið, fögnuðu stuðningsmenn endurkomu hans mikið enda Jóhann goðsögn hjá félaginu eftir átta ára dvöl þar.
Biggest loss of the summer btw pic.twitter.com/BNSqqZBq0D
— The Burnley Way (@TheBurnleyWay) October 24, 2024
Nokkrum vikum eftir að hafa skrifað undir samþykkti Burnley hins vegar að selja Jóhann Berg til Sádí Arabíu og leikur hann með Al-Orobah í Ofurdeildinni þar
Stuðningsmenn Burnley sakna hans mikið og stærsta stuðningsmannasíða félagsins fór að ræða það í gær. „Það stærsta sem við misstum í sumar,“ er skrifað og mynd af Jóhanni birt með.
100%. What an impact he could have had already. I’d have started him every game.
— Jack 🇬🇧 (@ClaretJD) October 24, 2024
„Þvílík áhrif sem Jóhann hefði nú þegar haft, ég hefði byrjað honum í hverjum einasta leik,“ skrifar annar.
Only winger we had who could actually put a cross in, cared more about the team and the result that stroking his ego trying stupid step overs and constantly losing the ball. Would give anything to have him back, he’s levels above anything we currently have
— Josh (@xybo44) October 24, 2024
Annar kallar eftir því að Jóhann komi heim.
„Eini kantmaðurinn sem við áttum sem gat komið með fyrirgjöf, hugsaði meira um liðið og úrslitin frekar en einhverjar heimskulegar brellur sem skila engu nema því að tapa boltanum. Gæfi allt til þess að fá hann aftur, miklu betri en allir sem við erum með í dag,“ skrifar Josh.
JBL Shouodve come home 🥲
— Corey 🍉 (@bfcoreyyy) October 24, 2024