fbpx
Mánudagur 28.október 2024
433Sport

Gunnar fullyrðir að Víkingur hafi afþakkað boð úr Kópavogi til að koma fleiri að á sunnudag – „Mér finnst það synd“

433
Föstudaginn 25. október 2024 13:50

Gunnar Birgisson t.v.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gunnar Birgisson fréttamaður RÚV og sérfræðingur í hlaðvarpinu Dr. Football segir að Víkingar hafi afþakkað boð úr Kópavoginum um að koma fleirum á völlinn á sunnudag.

Víkingur og Breiðablik mætast í úrslitaleik Bestu deildarinnar á sunnudag í Víkinni, 2500 miðar fóru í sölu en Gunnar heldur því fram að það hefði verið hægt að koma fleirum á svæðið.

Hann fullyrðir að Breiðablik hafi boðist til þess að bera kostnað af því en aðeins 250 stuðningsmenn liðsins fengu miða. „Það sem er staðreynd í þessu að Blikarnir buðust til þess að græja allt saman, græja gæslu og redda bráðabirgðar stúku. Því var hafnað,“ sagði Gunnar í Dr. Football í dag.

Gunnar segir frá því hvaða hugmyndir Blikar hafi sett fram. „Það hefði verið auðvelt að taka skiltin sem eru við hlið varmannabekkja og sjást ekki í útsendingunni, það hefði verið hægt að taka girðingu niður öðru hvoru megin við markið og hafa stúkur þar.“

„Það er ótrúleg synd, ég fer í ræktina og sund í morgun. Þar er gamla fólkið að ræða þennan leik, mér líður eins og það séu allir að tala um þennan leik. Mér finnst það  synd að það verði 2500 manns, það er tækifæri til þess að selja 6 til 7 þúsund miða.“

„Við gætum búið til viðburð sem myndi marka djúp spor í söguna, gera palla eða eitthvað allan hringinn.“

Kjartan Henry Finnbogason var með Gunnari í þætti dagsins, hann telur þetta hafa verið hæpið plan. „Það eru svakalegar framkvæmdir fyrir einn leik að taka niður girðingar og eitthvað,“ sagði Kjartan og minnti á að leikurinn væri í beinni á Stöð2 Sport.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Sjáðu vítaspyrnudóminn umdeilda sem kostaði United í London

Sjáðu vítaspyrnudóminn umdeilda sem kostaði United í London
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

England: Palmer hetja Chelsea – United tapaði á lokamínútunum

England: Palmer hetja Chelsea – United tapaði á lokamínútunum
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Haaland skorað meira en spilað 143 færri leiki

Haaland skorað meira en spilað 143 færri leiki
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Skoða að kæra til lögreglu – Sjáðu skemmdarverkin sem framin voru í Víkinni í nótt

Skoða að kæra til lögreglu – Sjáðu skemmdarverkin sem framin voru í Víkinni í nótt
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Ferillinn í vaskinn eftir ölvun á almannafæri: Virtur dómari handtekinn – Reyndu að stela götuskilti

Ferillinn í vaskinn eftir ölvun á almannafæri: Virtur dómari handtekinn – Reyndu að stela götuskilti
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Hentar honum best að spila með ungum leikmönnum

Hentar honum best að spila með ungum leikmönnum
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Útskýrir hvað gerðist á hliðarlínunni í gær – ,,Hann var enginn herramaður“

Útskýrir hvað gerðist á hliðarlínunni í gær – ,,Hann var enginn herramaður“
433Sport
Í gær

Viðurkennir að hafa elt peningana: Var alltaf í skugga annars manns – ,,Gátu ekki fengið hann svo þeir fengu mig“

Viðurkennir að hafa elt peningana: Var alltaf í skugga annars manns – ,,Gátu ekki fengið hann svo þeir fengu mig“