„Skömmin á Íslandi,“ segir í fyrirsögn Nieuwsblad í Belgíu um tap Cercle Brugge gegn Víkingi í Sambandsdeild Evrópu, Ísland fær skammir í hattinn fyrir aðstöðuna á Kópavogsvelli í gær.
Víkingur vann frækinn 3-1 sigur á Brugge í gær en belgíska liðið hvíldi flesta af sínum bestu mönnum, sigurinn var sögulegur en þetta var fyrsti sigurinn hjá íslensku liði í riðlakeppni Sambandsdeildarinnar.
Víkingur fékk ekki leyfi frá UEFA til að spila á heimavelli og Laugardalsvöllur er óleikhæfur þar sem þar eru framkvæmdir.
„Hlaupabraut í kringum völlinn, myndavélar á pöllum og sá sem lýsti leiknum þurfti að sitja í litlum vinnuskúr. Þetta er Sambandsdeildin dömur mínar og herrar og það á Íslandi,“ segir í grein HLN.
Belgarnir telja Kópavogsvöll óboðlegan sem völl í svona keppni. „Það að á þessum velli hafi farið fram Evrópuleikur er bilun.“
„Leikurinn hófst klukkan 14:30, manni leið eins og maður væri að horfa á leik í utandeildinni í Belgíu.“
Sá sem lýsti leiknum fer ekki fögrum orðum um vinnuskúrinn sem honum var hent í. „Lýstu leik í Sambandsdeildinni sögðu þeir, það verður gaman. Farðu til Íslands sögðu þeir, það verður frábært,“ segir hann í kaldhæðni og birtir mynd af skúrnum.
Doe de Conference League zeiden ze. Das tof. Ga naar IJsland zeiden ze, das geweldig.
Welkom aan iedereen vanuit mijn ‘unieke’ commentaarscabine 😭😂 #vikingurcercle vanaf 16u25 op Play Sports1
(Nu al excuses als ik voetballers aan de overkant niet herken of zie staan😅) pic.twitter.com/4c0MhZO8ab— Tim Wielandt (@TimAnton13) October 24, 2024