Xavi Simons leikmaður RB Leipzig gat ekki gengið þegar hann fór af velli gegn Liverpool í 0-1 tapi í Meistaradeild Evrópu í gær.
Simons er einn mikilvægasti leikmaður Leipzig en nú hefur komið í ljós að hann er með sködduð liðbönd í ökkla.
„Hann verður frá í nokkrar vikur,“ segir í yfirlýsingu Leipzig um málið.
Simons er í eigu PSG en þetta er annað árið í röð sem hann er á láni hjá Leipzig þar sem hann hefur spilað vel.
Simons er landsliðsmaður Hollands en hann hefur verið hjá PSG frá árinu 2019 þegar hann kom frá Barcelona en hann er 21 árs gamall.