Splunkunýr þáttur af Íþróttavikunni er kominn út þar sem íþróttafréttamaðurinn og stjórnandi Körfuboltakvölds á Stöð 2 Sport, Stefán Árni Pálsson, er gestur þeirra Helga Fannars Sigurðssonar og Hrafnkels Freys Ágústssonar.
Það er að sjálfsögðu hitað vel upp fyrir hreinan úrslitaleik Bestu deildar karla milli Víkings og Breiðabliks á sunnudagskvöld en einnig er farið yfir það helsta sem hefur gengið á undanfarna daga.
Horfðu á þáttinn í spilaranum eða hlustaðu á helstu hlaðvarpsveitum.
Íþróttavikan er í boði Bola léttöl og Lengjunnar