fbpx
Föstudagur 25.október 2024
433Sport

Garðbæingar keyrðu heim með bikarinn eftir að kæran bar árangur

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 23. október 2024 19:39

Mynd: DV/KSJ

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stjarnan er Íslandsmeistari C-liða í 4. flokki karla, þetta varð ljóst eftir endurtekinn leik gegn KA í dag. Stjarnan ferðaðist á Akureyri með rútu sem KA þarf að borga fyrir.

Ástæðan er sú að KSÍ kvað á dögunum upp úrskurð eftir kæru frá Stjörnunni en liðin höfðu mæst á Akureyri á dögunum.

Þar vann KA sigur í vítaspyrnukeppni. Jafnt var eftir venjulegan leiktíma í þeim og var leikurinn framlengdur, í stað þess að framlengja leikinn um 20 mínútur eins og reglur gera ráð fyrir þá framlengdi dómari leiksins hann um 10 mínútur.

Eftir framlengingu var jafnt og því var farið í vítaspyrnukeppni. Þar átti reglum samkvæmt að taka 5 spyrnur á lið en dómari leiksins lét liðin aðeins taka þrjár spyrnur.

Stjarnan kærði framkvæmd leiksins og KSÍ dæmdi að leikurinn hefði ekki verið löglegur og var ákveðið að endurtaka framlengingu leiksins í dag þar sem Stjarnan vann 1-0 sigur. KA þurfti að greiða fyrir ferðakostnað Stjörnunnar.

Garðbæingar eru því á heimleið með bikarinn en málið hefur vakið mikla athygli síðustu daga og ekki allir sammála þeirra nálgun Stjörnunnar að kæra. „ Það eru vonbrigði að forráðamenn KA hafi ekki sýnt þann drengskap að leggja inní umræðuna sem hefur skapast þá einföldu staðreynd að menn hafi gert mistök og leiðrétta þær rangfærslur sem koma þarna fram. Í þessu tilviki sem og öðrum þá er það stefna Stjörnunnar að öllum iðkendum sé sýnd sama virðing á hvaða getustigi sem er hvort heldur sem er í framkvæmd leikja eða í þeirri umræðu sem skapast hefur eftir á,“ sagði Stjarnan í yfirlýsingu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Jón Daði í Wrexham
433Sport
Fyrir 4 klukkutímum
Jón Daði í Wrexham
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Sakna Jóhanns í Langaskíri og segja – „Gæfi allt til þess að fá hann aftur“

Sakna Jóhanns í Langaskíri og segja – „Gæfi allt til þess að fá hann aftur“
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Fyrrum leikmaður United byrjaður að vinna í banka

Fyrrum leikmaður United byrjaður að vinna í banka