fbpx
Föstudagur 25.október 2024
433Sport

Eiður Smári með kenningu: „Eru þeir orðnir þreyttir á þessu tuði í hverri viku?“

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 23. október 2024 19:30

© 365 ehf / Vilhelm Gunnarsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eiður Smári Guðjohnsen fyrrum framherji Chelsea, Barcelona og fleiri liða var gestur á Vellinum hjá Símanum á mánudag þar sem farið var yfir leiki helgarinnar í enska boltanum.

Hörður Magnússon stýrði venju samkvæmt umræðum um málið en Hörður fór að ræða stöðu Arsenal og hvort félagið væri að fara á taugum. Hvort Arsenal væri í vandræðum með að höndla mótlæti.

„Ekki bara Arteta, held­ur Arsenal-liðið höndl­ar ekki nógu vel mót­læti, enn þá,“ sagði Eiður Smári á Vellinum.

Arsenal hefur stigið skref upp á við síðustu ár án þess að ná að vinna ensku deildina. Rætt var um hegðun Mikel Arteta stjóra Arsenal á hliðarlínunni, Eiður telur að leikmenn spái lítið í því.

„Þeir eru búnir að vera á siglingu að klífa upp töfluna, tímaspursmál hvenær þeir ættu að vinna titilinn ef þeir halda sínum bestu mönnum. Þegar ég var inni á vellinum, Mourinho, Guardiola. 85 prósent af tímanum varstu ekkert að spá því hvað þjálfarinn var að gera á hliðarlínunni. Þú heyrir ekkert nema það komi dauður punktur og hann kemur skilaboðum inn á völlinn.“

Eiður er hins vegar með kenningu um að dómarar séu komnir með upp í kok af Arteta.

„Ég get ekki ímyndað mér að það hafi áhrif á leikmennina, er þetta farið að hafa áhrifa á dómarann og fjórða dómarann. Eru þeir orðnir þreyttir á þessu tuði í hverri viku? Bara dómarar geta svarað til um það,“ sagði Eiður.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Jón Daði í Wrexham
433Sport
Fyrir 4 klukkutímum
Jón Daði í Wrexham
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Sakna Jóhanns í Langaskíri og segja – „Gæfi allt til þess að fá hann aftur“

Sakna Jóhanns í Langaskíri og segja – „Gæfi allt til þess að fá hann aftur“
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Fyrrum leikmaður United byrjaður að vinna í banka

Fyrrum leikmaður United byrjaður að vinna í banka