fbpx
Föstudagur 25.október 2024
433Sport

Búist við að Alonso hætti næsta sumar og tvö stórlið vilja fá hann

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 22. október 2024 11:30

Xabi Alonso hefur gert magnaða hluti með Bayer Leverkusen í vetur.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sky í Þýskalandi segir að forráðamenn Bayer Leverkusen séu farnir að undirbúa sig undir það að Xabi Alonso láti af störfum næsta sumar.

FC Bayern og Liverpool höfðu áhuga á að ráða Alonso til starfa síðasta sumar en hann ákvað að vera áfram.

Sky segir nú að Manchester City og Real Madrid séu að skoða Alonso fyrir næsta sumar

Pep Guardiola gæti hætt með Manchester City og telur enska félagið að Alonso gæti hentað vel sem arftaki. Ruben Amorim er einnig á blaði hjá City.

Sky segir að Real Madrid sé einnig að skoða Alonso en hann er fyrrum leikmaður félagsins.

Carlo Ancelotti er með samning til 2026 en Real Madrid telur að Alonso gæti hentað betur til framtíðar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Jón Daði í Wrexham
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum
Jón Daði í Wrexham
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Sakna Jóhanns í Langaskíri og segja – „Gæfi allt til þess að fá hann aftur“

Sakna Jóhanns í Langaskíri og segja – „Gæfi allt til þess að fá hann aftur“
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Fyrrum leikmaður United byrjaður að vinna í banka

Fyrrum leikmaður United byrjaður að vinna í banka