fbpx
Föstudagur 25.október 2024
433Sport

Allt brjálað í Bandaríkjunum – FIFA sakað um að setja reglur bara til að koma Messi að

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 22. október 2024 10:00

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Félög í MLS deildinni eru brjáluð vegna ákvörðunar FIFA að velja Inter Miami til þess að taka þátt í Heimsmeistarakeppni félagsliða næsta sumar.

FIFA greindi frá því í vikunni að Inter Miami yrði liðið sem kæmi frá Bandaríkjunum í keppnina.

FIFA hafði ekki tilgreint neinar reglur fyrr en Inter Miami varð stigahæsta liðið í deildarkeppni MLS deildarinnar.

Lið í MLS deildinni saka FIFA um það að finna aðeins reglur sem henta því að koma Lionel Messi fyrir í keppninni en hann spilar með Inter Miami.

Úrslitakeppni MLS deildarinnar fer af stað fljótlega og áttu flestir vonir á því að sigurvegarinn þar myndi fá miða á mótið. Svo verður ekki.

Mótið fer fram í Bandaríkjunum en 32 lið munu mæta til leiks.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Jón Daði í Wrexham
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum
Jón Daði í Wrexham
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Sakna Jóhanns í Langaskíri og segja – „Gæfi allt til þess að fá hann aftur“

Sakna Jóhanns í Langaskíri og segja – „Gæfi allt til þess að fá hann aftur“
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Fyrrum leikmaður United byrjaður að vinna í banka

Fyrrum leikmaður United byrjaður að vinna í banka