fbpx
Föstudagur 25.október 2024
433Sport

Hótanir úr Kópavogi ástæða þess að úrslitaleikurinn fer ekki fram á mánudag – Flosi segir þetta hafa verið skilyrði en ekki hótanir

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 21. október 2024 11:30

Þjálfarar liðanna sem mætast á sunnudag, Arnar Gunnlaugsson og Halldór Árnason.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Forráðamenn Breiðabliks hótuðu því að Víkingur fengi ekki að spila Evrópuleiki sína í Kópavogi ef sjálfur úrslitaleikurinn í Bestu deildinni yrði færðu á mánudag. Þetta staðfestir Kári Árnason yfirmaður knattspyrnumála hjá Víkingi í samtali við 433.is.

Víkingur á erfiðan leik í Evrópu á fimmtudag gegn Cercle Brugge en liðið leikur heimaleiki sína í Evrópu í Kópavogi. Ástæðan er sú að enginn völlur á Íslandi fyrir utan Kópavogsvöll fékk undanþágu frá reglum UEFA. Verið er að skipta um gras á Laugardalsvelli sem er eini löglegi völlurinn í riðlakeppni Sambandsdeildarinnar þar sem Víkingur er að keppa.

Víkingur og Breiðablik mætast í hreinum úrslitaleik í Bestu deild karla á sunnudag en uppi voru hugmyndir hjá KSÍ og Víkingi að leikurinn sjálfur færi fram á mánudag.

Flosi Eiríksson formaður knattspyrnudeildar Breiðabliks er ekki sammála því að teikna málið svona upp. „Við vorum ekki með hótanir, þetta hafði legið fyrir þegar samtalið um Kópavogsvöll og að lána þeim völlinn var í gangi,“ segir Flosi í samtali við 433.is.

„Þessar umræður gengu fram og til baka þegar ljóst var að Laugardalsvöllur væri ekki í boði,“ segir Flosi og segir að eitt af þeim skilyrðum sem Blikar hafi sett var að lokaleikur deildarinnar færi fram á sunnudegi en ekki mánudegi.

„Þetta voru okkar skilyrði frá upphafi. Menn vildu svo ekkert við okkur tala, þessi hugmynd um mánudag er svo sett fram og þá létum við vita að ef þetta ætlaði að vera svona þá ætluðum við ekki að lána völlinn í þessa Evrópuleiki. Það er KSÍ sem ákveður leikdaga. Við gerum þetta til að halda eðlilegri rútínu á mótinu og okkar liði. Það eru slík sjónarmið, við reyndum að gera það heiðarlega og opið.“

Birkir Sveinsson, mótastjóri KSÍ viðurkennir að hugmyndir hafi verið í gangi um að leikurinn færi fram á mánudegi.  „Leikurinn var aldrei komin á mánudag, það hafa ýmsar hugmyndir komið. Félögin voru að ræða saman fyrir nokkrum vikum um allt og ýmislegt, það voru ólík sjónarmið og flókið. Niðurstaðan var að leikurinn er á sunnudegi, hann var aldrei færður neitt. Félögin geta eflaust veitt þér meiri upplýsingar,“ segir Birkir mótastjóri KSÍ í samtali við 433.is.

Birkir vill ekki tjá sig um þær hótanir  eða skilyrði sem Breiðablik setti fram „Ég ætla ekki að tjá mig um það.“

Ólíklegt er þó að hótanir Breiðabliks hefðu náð í gegn enda á félagið ekki völlinn heldur Kópavogsbær. Heimildarmenn 433.is segja þó að ef hótanir Blika hefðu raungerst hefði það reynst íslenskum fótbolta dýrt, líklega hefði Víkingi verið vísað úr keppni í Sambandsdeildinni og íslensk félög að öllum líkindum sett í bann í Evrópukeppni í nokkur ár. Því hafi KSÍ verið stillt upp við vegg og ekki getað annað en að láta leikinn fara fram á sunnudag.

Úrslitaleikurinn fer því fram á sunnudag klukkan 18:30, liðin eru jöfn að stigum en Víkingum dugir jafntefli þar sem liðið er með beri markatölu en Blikar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Jón Daði í Wrexham
433Sport
Fyrir 4 klukkutímum
Jón Daði í Wrexham
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Sakna Jóhanns í Langaskíri og segja – „Gæfi allt til þess að fá hann aftur“

Sakna Jóhanns í Langaskíri og segja – „Gæfi allt til þess að fá hann aftur“
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Fyrrum leikmaður United byrjaður að vinna í banka

Fyrrum leikmaður United byrjaður að vinna í banka