23 ára karlmaður hefur verið ákærður og sagður bera ábyrgð á andláti Sam Harding sem var tvítugur knattspyrnumaður þegar hann lést.
Harding lést í úhtverfi Manchester árið 2022 þegar hópur hafði komið saman.
Um var að ræða hitting þar sem fólk mætti á bílum sínum og hafði gaman af.
Maðurinn sem er ákærður er sagður hafa keyrt af gáleysi á Harding sem lést í kjölfarið, er hann sakaður um ofsaakstur í tengslum við þetta.
Þessi 23 ára karlmaður mætir fyrir dómara um miðjan mánuðinn og þarf þar að svara til saka.
Harding lék með FC United í utandeildinni á Englandi en hann hafði verið í hópi efnilegustu leikmanna Englands og spilað fyrir skólalið enska landsliðsins.