Enskir miðlar telja það öruggt að Manchester City fari á markaðinn í janúar og reyni að festa kaup á miðjumanni.
Rodri sleit krossband fyrir rúmri viku síðan og er það mikil blóðtaka fyrir City.
Enskir miðlar segja að tveir leikmenn séu á blaði félagsins en þar er fyrst nefndur Adam Wharton tvítugan miðjumann Crystal Palace.
Ederson miðjumaður Atalanta er einnig nefndur til sögunnar en hann er 25 ára gamall og kemur frá Brasilíu.
Fleiri hafa verið nefndir til sögunnar hjá City en búist er við að félagið fari að skoða málin fljótlega.