Samkvæmt fréttum á Englandi í dag eru þrír aðilar sem stjórn Manchester United skoðar til að taka við af Erik ten Hag.
Dagar hollenska stjórans í starfi virðast í raun taldir, lætin eru slík að búist er við því að United skipti Ten Hag út.
Í dag telja miðlar á Englandi að þrír komi til greina, það séu Xabi Alonso hjá Bayer Leverkusen.
Kieran McKenna hjá Ipswich og Ruben Amorin hjá Sporting Lisbon eru einnig sagðir á blaði.
Í fréttum kemur einnig fram að United hafi talið í sumar að Thomas Tuchel væri klár í að starfið en svo var ekki.
Eigendur Uniteð skoðuðu þá að reka Ten Hag en fundu ekki mann sem heillaði þá nóg til að taka þá ákvörðun.