fbpx
Laugardagur 21.desember 2024
433Sport

Ótrúlegar breytingar á skömmum tíma eftir kaup Íslendingana á Burton – „Ætlum við að gera þetta í skrefum eða taka plásturinn af“

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 2. október 2024 21:30

Stjórnendur félagsins

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nordic Football Group keypti á dögunum Burton Albion sem leikur í þriðju efstu deild á Englandi. Það vakti athygli að sex Íslendingar koma að félaginu í dag og eiga hlut í því.

Ólafur Páll Snorrason og eiginkona hans, Hrafnhildur Eymundsdóttir eru í þeim hópi. Þar eru einnig Bogi Þór Siguroddsson og Linda Björk Ólafsdóttir sem eru sögð i hópi ríkustu hjóna á landinu.

Úlfar Steindórsson, forstjóri Toyota á Íslandi og eiginkona hans Jóna Ósk Pétursdóttir eru svo einnig í hópnum sem kemur að Nordic Football Group.

Kaupin voru til umræðu í hlaðvarpinu Dr. Football í dag þar sem Jóhann Már Helgason ræddi við þá Tom Davidson stjórnarformann félagsins Bendik Hareide yfirmann knattspyrnumála hjá Burton.

Eigendurnir ákváðu í sumar að breyta öllu hjá félaginu, skipt var um þjálfara og 23 nýir leikmenn mættu til leiks.

„Þegar við tókum yfir félagið, þá voru níu leikmenn að verða samningslausir og sjö sem voru á láni. Svo voru aðrir sem voru hjá félaginu sem hentuðu ekki því sem við vildum gera,“ segir Bendik Hareide í Dr. Football en hann er sonur Age Hareide landsliðsþjálfara Íslands í fótbolta.

„Ætlum við að gera þetta í skrefum eða taka plásturinn af og byggja upp nýjan hóp frá fyrsta degi, við völdum seinni kostinn. Hvernig við viljum gera hlutina og okkar leikstíl þá þurfti rétta leikmenn.“

Hann segir að Burton hafi verið venjulegt félag í þriðju efstu deild, aðeins hugsað til skamms tíma. „Við vorum með venjulegt lið í League One þar sem menn eru með eins árs samning, það er mjög eðlilegt. Það eru fáir leikmenn með lengri samninga og svo koma menn á láni.“

„Við vildum fá inn leikmenn sem henta því hvernig við viljum spila út frá gögnum, við vildum fara strax í þetta. Það var ekkert til staðar hjá Burton, enginn aðferð og við vildum fara með þar inn.“

Staða Burton er ekkert sérstök en liðið er í fallsæti en Hareide segir að þetta muni taka tíma.

„Þegar við ákváðum að gera þetta þá vissum við að þetta myndi taka tíma, við tókum inn mikið af nýju starfsfólki. Við urðum að búa til nýtt starfslið og nýjan hóp, það eru fjórir leikmenn frá síðustu leiktíð.“

„Núna erum við með leikmenn sem henta okkar stíl, þjálfara sem hentar okkar stíl. Núna er að vera rólegir og sjá þá fá reynslu af því að vinna saman, þeir hittast fyrst í júlí. Þetta er ekki langur tími fyrir mörg ný andlit til að kynnast.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Fáir sem kaupa nýjustu ummæli þjálfarans – Setti varafyrirliðann á bekkinn

Fáir sem kaupa nýjustu ummæli þjálfarans – Setti varafyrirliðann á bekkinn
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Pogba orðaður við mjög óvænt skref

Pogba orðaður við mjög óvænt skref
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Verðlaunafé snarhækkar

Verðlaunafé snarhækkar
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Ómyrkur í máli í viðtali – „Ég sé eftir að hafa komið hingað“

Ómyrkur í máli í viðtali – „Ég sé eftir að hafa komið hingað“
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Viðurkennir að 5 milljarða maðurinn gæti strax verið á förum

Viðurkennir að 5 milljarða maðurinn gæti strax verið á förum
433Sport
Í gær

Amorim um Rashford: ,,Auðvitað, hann er leikmaður Manchester United“

Amorim um Rashford: ,,Auðvitað, hann er leikmaður Manchester United“
433Sport
Í gær

Svona verða undanúrslit enska deildabikarsins

Svona verða undanúrslit enska deildabikarsins