Forráðamenn Liverpool eru farnir að skoða það hvernig þeir geta styrkt liðið sitt og það mögulega strax í janúar.
Þannig segir Daily Mail að Liverpool hafi mikinn áhuga á Jarrad Branthwaite miðverði Everton.
Branthwaite var nálægt því að ganga í raðir Manchester United í sumar en United neitaði að borga uppsett verð hjá Everton.
Branthwaite er öflugur 22 ára miðvörður sem vakið hefur athygli fyrir vaska framgöngu sína hjá Everton.
Arne Slot stjóri Liverpool er sagður hafa áhuga á því að fá inn miðvörð og horfir félagið því til Branthwaite.