Bakið á Gylfa Þór Sigurðssyni er betra en á sunnudag og er ekki búist við öðru en að hann verði klár í slaginn gegn Breiðablik í Bestu deildinni á sunnudag.
Gylfi var í dag valinn í landsliðshóp Íslands fyrir komandi leiki gegn Wales og Tyrklandi.
Íslenska landsliðið kemur saman á mánudag en fyrri leikurinn er á föstudag í næstu viku.
„Ég talaði við Gylfa fyrir tveimur dögum og hann var mættur á fulla ferð aftur þá,“ sagði Age Hareide landsliðsþjálfari á fundi í dag.
„Hann hefur verið í vandræðum með bakið á sér í sumar, við sjáum hvernig hann verður um helgina og hvort hann geti ekki spilað.“
Gylfi byrjaði báða landsleiki Íslands í september og er ekki búist við öðru en að hann haldi því áfram núna.