Víkingur tapaði mikilvægum leik í toppbaráttunni í Bestu deild karla í kvöld en spilað var á Akranesi.
Leikurinn var gríðarlega fjörugur en ÍA tók á móti meisturunum og lauk honum með 4-3 sigri gestanna.
Dramatíkin var gríðarleg í þessum leik en Víkingar skoruðu sigurmarkið í blálokin stuttu eftir að hafa jafnað.
Dramatíkin var einnig uppmáluð í Hafnarfirði þar sem FH jafnaði metin í 1-1 gegn Val á 99. mínútu.
Gylfi Þór Sigurðsson gat tryggt Val sigur úr vítaspyrnu stuttu seinna en spyrna hans var ekki góð og varði Sindri Kristinn Ólafsson frá honum.
ÍA 3 – 4 Víkingur R.
1-0 Johannes Vall(’42)
2-0 Hinrik Harðarson(’45)
2-1 Erlingur Agnarsson(’47)
2-2 Nikolaj Hansen(’75)
3-2 Viktor Jónsson(’86)
3-3 Erlingur Agnarsson(’88)
3-4 Danijel Dejan Djuric(’96)
FH 1 – 1 Valur
0-1 Bjarni Mark Antonsson(’45)
1-1 Orri Sigurður Ómarsson(’99, sjálfsmark)
KA 2 – 1 Vestri
1-0 Elfar Árni Aðalsteinsson(‘1)
2-0 Elfar Árni Aðalsteinsson(’21)
2-1 Pétur Bjarnason(’96)