Fanney Inga Birkisdóttir markvörður íslenska landsliðsins og Vals er að ganga í raðir Hacken í Svíþjóð. Þetta herma öruggar heimildir 433.is.
Samkvæmt heimildum 433.is hefur Valur samþykkt kauptilboð í markvörðinn öfluga.
Fanney Inga er fædd árið 2005 en hefur á síðustu tveimur árum varið mark Vals af stakri snilld.
Samkvæmt heimildum 433.is er um að ræða eina stærstu sölu sem íslenskt félag í kvennaboltanum hefur átt. Fanney er mikið efni og var eftirsótt af liðum víða um Evrópu.
Fanney Inga er í íslenska landsliðshópnum sem er á leið til Bandaríkjanna um helgina en hún mun ganga frá samningi við Hacken á næstu dögum.