Nýr þáttur af Íþróttavikunni er kominn út en þar er sparkspekingurinn, hlaðvarpsstjarnan og þjálfarinn Mikael Nikulásson gestur.
Þátturinn kemur út í hverri viku á 433.is og á hlaðvarpsveitur. Helgi Fannar Sigurðsson og Hrafnkell Freyr Ágústsson hafa umsjón með þættinum.
Í þessum þætti er til að mynda farið yfir tíma Mikaels hjá KFA og brotthvarf hans þaðan. Einnig er rætt um landsleikina á dögunum, helstu fréttir og margt fleira.
Horfðu á þáttinn í spilaranum hér ofar eða hlsutaðu hér neðar, en einnig má finna þáttinn á helstu hlaðvarpsveitum.
Íþróttavikan er í boði Bola léttöl og Lengjunnar