fbpx
Miðvikudagur 16.október 2024
433Sport

Þjóðþekkt fólk lofsyngur starf Barkar á Hlíðarenda eftir að hann tilkynnti um starfslok – „Þú ert klárlega einn af þessum stóru“

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 16. október 2024 08:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það vakti mikla athygli þegar Börkur Edvardsson greindi frá því í gær að hann ætlaði ekki að gefa áfram kost sér sem formaður knattspyrnudeildar Vals. Börkur hefur unnið sjálfboðastarf fyrir Val í 21 ár.

Börkur hefur verið mjög áberandi í íslensku knattspyrnulífi á þessum tími og átt stóran þátt í að byggja upp þá velgengni sem Valur hefur séð síðustu ár.

„Þrátt fyrir að mikil velgengni hafi einkennt þessi ár þá hefur þetta reynt á mann sjálfan og fólkið í kringum mann. Það fer gríðarlegur tími og mikil orka í að halda starfi sem þessu gangandi. Eftir allan þennan tíma met ég það svo að það sé ekki lengur hægt að leggja slíka vinnu á sjálfboðaliða,“ skrifar Börkur.

Margir lofsynga starfið hjá Berki og senda honum kveðjur. Þær helstu má sjá hér að neðan.

Flosi Eiríksson – Formaður knd. Breiðabliks:
Takk fyrir samstarfið, samkeppnina og fyrirmyndir í mörgu. Kveðja frá okkur Blikum

Sigurður Ragnar Eyjólfsson – Þjálfari:
Magnaður árangur og ferill. Til hamingju þú getur verið mjög stoltur af þessum verkum og afrekum!

Sævar Pétursson – Framkvæmdarstjóri knd. KA:
Takk fyrir samstarfið í gegnum árin félagi og eins og ég sagði áðan, þá verður þín saknað úr þessu brölti því fótboltinn þarf sannarlega á jarðýtum eins og þér að halda til þess að fara í rétta átt.

Borghildur Sigurðardóttir – Fyrrum stjórnarkona hjá KSÍ
Frábær árangur sem þú getur vel verið stoltur af. Félagið og knattspyrnu hreyfingin eru heppin að hafa notið krafta þinna. Takk fyrir samstarfið og ég get sagt þér að það er líf eftir fótboltann

Helgi Hrannarr Jonsson – Formaður knd. Stjörnunnar:
Sæll kæri félagi,
Verður sjónarsviptir af þér á sviðinu. Valur er flott félag og þar hefur þú ásamt öflugum aðilum unnið frábært starf.
Kveðjur úr Garðabænum

Edvard Börkur Edvardsson, formaður knattspyrnudeildar Vals (fyrir miðju)

Hafrún Kristjánsdóttir – Sálfræðingur:
Börkur þú átt heiður skilin. Ég efast um það það séu margir sjálfboðaliðar í íþróttahreyfingunni allri sem hafa lagt inn jafn marga klukkutíma og þú í starfið og ég veit mjög vel að það starf formanna er stundum bara leiðindi og þeir fá ekki það þakklæti sem þeir eiga skilið fyrir að leggja allan sinn frítíma í starfið. Að þú hafir þraukað í þessu í 21 ár er magnað.
Það er eitt sem mig langar sérstaklega að nefna. Fyrir ekki svo löngu síðan var gerður þáttur á Stöð 2 sem hét formennirnir eða eitthvað slíkt. Þar var tekið viðtöl við þaulsetna formenn knattspyrnudeilda á Íslandi og farið yfir þeirra feril. Spyrilinn hafði engan áhuga á kvennaknattspyrnu og ég held að það hafi verið varla minnst á kvennaknattspyrnu í þessum þáttum þar til að það kom að þér. Þú ítrekað nefndir kvennaliðið og árangur þess án þess að hafa í raun verið spurður að út í það. Mér fannst þetta ágætis merki um að þú, ólíkt sumum, hafðir metnað fyrir allri knattspyrnudeildinni en ekki bara einu liði af tveimur. Þetta er eitt af því sem gerir Val að því félagi sem við erum. Takk fyrir allt sem þú hefur gert fyrir Val Börkur. Ég treysti því að við sjáumst á Hlíðarenda reglulega.

Gudmundur Benediktsson – Crazy commentator:
Alvöru Formaður sem setur kröfur á sjálfan sig og sitt félag og þú mátt heldur betur vera stoltur af starfi þínu fyrir félagið.
Þú áttir stóran þátt í því að ég prófaði Valstreyjuna um árið sem var svo sannarlega gæfuskref fyrir mig.
Ég er hinsvegar ekki viss um að þú endist lengi fyrir utan og á von á að sjá þig aftur í baráttunni innan skamms

Formaður knattspyrnudeildar Vals, Börkur Edvardsson.
© 365 ehf / Sigtryggur Ari Jóhannsson

Samúel Sigurjón Samúelsson – Formaður knd. Vestra:
Takk fyrir samstarfið minn kæri vinur, þín verður sárt saknað. Eins og ég hef áður sagt, formaður allra formanna. Njóttu hvíldarinnar þar sem ég held að þú verðir komin aftur áður en langt um liður.

Sigurbjörn Hreiðarsson – Fyrrum fyrirliði Vals:
Börkur! Þú ert klárlega einn af þessum stóru sem hafa sett mark sitt á Val. Að hafa verið á þriðja áratug er magnað. Frá því þú mættir í stjórn þá höfum við Valsmenn og konur alltaf verið með meistaraflokks lið sem er þannig mannað að það á að berjast um alla titla sem eru í boði karla og kvenna megin.
Mjög oft tekist að vinna, stundum vonbrigði og smá bras en nánast alltaf mjög gaman. Sýnin hefur alltaf verið að búa til bestu umgjörðina og hópinn.
Ég veit það fyrir víst að metnaður þinn fyrir árangri Vals hefur alltaf verið á hæsta stigi og þú hefur látið verkin tala.
Það hefur verið heiður að starfa með þér Börkur bæði sem leikmaður og þjálfari (og samherji sem margfaldir Íslandsmeistarar í old boys) í gegnum árin. Því segi ég bara takk kærlega fyrir mig og okkur Valsmaður. Sjáumst á vellinum, áfram Valur.

Jörundur Áki Sveinsson – Yfirmaður knattspyrumála hjá KSÍ:
Magnaður ferill. Valsmenn og konur heppin að hafa haft mann eins og þig í félaginu. Takk fyrir þitt framlag til knattspyrnunnar á Íslandi. Magnaður gaur!

Margrét Lára Viðarsdóttir – Fyrrum landsliðskona:
Takk fyrir óeigingjarnt og frábært starf í þágu okkar frábæra félags Vals 🦅❤️ þú ert einstakur, við erum heppin að hafa þig í okkar liði

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Liverpool skoðar varnarmann sem gæti komið inn fyrir Van Dijk

Liverpool skoðar varnarmann sem gæti komið inn fyrir Van Dijk
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Svona gæti byrjunarlið Englands litið út undir stjórn Tuchel – Elskar þriggja manna vörn

Svona gæti byrjunarlið Englands litið út undir stjórn Tuchel – Elskar þriggja manna vörn
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Allt klappað og klárt – Tuchel tekur við Englandi og í fyrsta verkefni mætir hann Heimi Hallgríms

Allt klappað og klárt – Tuchel tekur við Englandi og í fyrsta verkefni mætir hann Heimi Hallgríms
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Sjáðu lúxus líf Jurgen Klopp á Spáni – 600 milljón króna hús og nýtur lífsins með fræga og ríka fólkinu

Sjáðu lúxus líf Jurgen Klopp á Spáni – 600 milljón króna hús og nýtur lífsins með fræga og ríka fólkinu
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Enska sambandið búið að ræða við Guardiola sem hugsar málið

Enska sambandið búið að ræða við Guardiola sem hugsar málið
433Sport
Í gær

Halda því fram að Ten Hag missi starfið ef næstu tveir leikir tapast

Halda því fram að Ten Hag missi starfið ef næstu tveir leikir tapast