Thomas Tuchel hefur samþykkt að taka við enska landsliðinu og mun taka við liðinu í vikunni. Frá þessu segja allir helstu miðlar.
Enska sambandið hefur skoðað kosti sína eftir að Gareth Southgate sagði upp störfum í sumar. Tuchel hefur mikið verið orðaður við Manchester United en nú stefnir í að hann taki við enska landsliðinu.
Tuchel hætti með FC Bayern í sumar og hefur síðan skoðað kosti sína, hann vildi aftur starfa á Englandi.
Tuchel gerði vel sem stjóri Chelsea þar sem hann vann meðal annars Meistaradeildina.
Tuchel gæti hitt nokkra gamla félaga úr Chelsea og Eric Dier og Harry Kane sem hann stýrði hjá FC Bayern. Tuchel elskar að spila með þrjá hafsenta.
Svona gæti enska liðið litið út undir stjórn Tuchel.