Samkvæmt fréttum á Englandi í dag vill Thomas Tuchel að næsta starf hans verði á Englandi, hefur umboðsmaður hans rætt við tvo aðila.
Segir í fréttum dagsins að umboðsmaður Tuchel hafi bæði sett sig í samband við Manchester United og enska knattspyrnusambandið.
United hefur haft áhuga á Tuchel og ræddi við hann í sumar þegar skoðað var að reka Erik ten Hag, ekkert varð hins vegar úr því.
Enska knattspyrnusambandið leitar að nýjum þjálfara eftir að Gareth Southgate sagði upp störfum.
Tuchel hefði áhuga á því starfi og hefur sambandið átt samtöl við umboðsmann Tuchel.
TBR Football understands Thomas Tuchel wants his next job to be in England and his representatives are working hard to make sure that is the case.
His representatives have been in contact with Man United and the Football Association.
with @MarstonSporthttps://t.co/FLOPzxCTCB
— Graeme Bailey (@GraemeBailey) October 14, 2024