Það er ljóst að minnsta kosti tvær breytingar verða á byrjunarliði Íslands í kvöld þegar liðið mætir Tyrkjum á Laugardalsvelli. Stefán Teitur Þórðarson og Jón Dagur Þorsteinsson taka út leikbann í kvöld eftir að hafa fengið gult spjald gegn Wales á föstudag.
Þá verður að teljast öruggt að Logi Tómasson komi inn í byrjunarliðið eftir frábæra innkomu gegn Wales.
433.is spáir því að Gylfi Þór Sigurðsson komi inn í byrjunarliðið í kvöld og að Mikael Neville Anderson fái tækifæri á kantinum.
Arnór Ingvi Traustason ætti að koma inn fyrir Stefán Teit en möguleiki er á að Ísak Bergmann Jóhannesson fái tækifærið.
Líklegt byrjunarlið er hér að neðan.
Líklegt byrjunarlið Íslands:
Hákon Rafn Valdimarsson
Valgeir Lunddal Friðriksson
Sverrir Ingi Ingason
Daníel Leó Grétarsson
Logi Tómasson
Jóhann Berg Guðmundsson
Arnór Ingvi Traustason
Gylfi Þór Sigurðsson
Willum Þór Willumsson
Orri Steinn Óskarsson
Mikael Neville Anderson