Íslenska þjóðin fylgdist spennt með landsleik Íslands og Tyrklands í Þjóðadeildinni í kvöld. Leiknum lauk með 2-4 sigri Tyrklands.
Ísland fékk dæmt á sig tvær vítaspyrnur í leiknum þar sem VAR tæknin var notuð, Tyrkir skoruðu aðeins úr annari spyrnu sinni þar.
Í fyrri spyrnunni fór Hakan Çalhanoğlu á punktinn eftir að boltinn fór í hendina á Sverri Inga Ingasyni. Hakan rann hins vegar á punktinum og sparkaði boltanum í vinstri fót sinn og þaðan í markið.
Dómari leiksins hafði því engan annan kost en að dæma markið af. Völlurinn í Laugardalnum er háll og það hafði líklega áhrif.
Íslendingar vildu fá vítaspyrnu eftir þetta en ekki var farið í skjáinn þegar augljóst var að boltinn fór í hönd Tyrkjans á línunni. Urðu margir Íslendingar reiðir út í pólska dómara leiksins.
Orri Steinn Óskarsson og Andri Lucas GUðjohnsen skoruðu mörk Íslands en Hákon Rafn Valdimarsson gerði mistök undir lok leiksins sem kostuðu jafnteflið. Tyrkir komust þá í 2-3 og bættu svo einu við.
Umræðuna af X í kvöld má sjá hér að neðan.
hmmmmm skjalataska full af seðlum
— Hrafnkell Freyr Àgústsson (@hrafnkellfreyr) October 14, 2024
Hahahahahahahahahahahaha þetta er svo mikill skandall að manni er bara flökurt.
— Rikki G (@RikkiGje) October 14, 2024
Bíddu hvaða VAR steypa er í gangi hérna? Fær stillimynd í smettið hjá okkur 2x og fer ekki einu sinni að skoða þetta þegar gæinn bjargar marki með höndinni?
— Arnar Sveinn (@arnarsveinn) October 14, 2024
VERIÐ AÐ FLAUTA OKKUR ÚR ÞJÓÐADEILDINNI ENN EITT ÁRIÐ. GANGA AF VELLI NÚNA
— Jói Skúli (@joiskuli10) October 14, 2024
Ef einhvern tímann er verið að verja boltann með hendi þá var það þarna. Vissulega með hendur meðfram síðum en augljóslega setur hendina fyrir og bjargar marki. Ótrúlegt að hann dæmi ekki á þetta
— Einar Guðnason (@EinarGudna) October 14, 2024
Mættur að syngja og tralla. 🇮🇸 pic.twitter.com/HYvFMlBsPh
— Kristján Óli Sigurðsson (@kristjanoli) October 14, 2024
Nei ég meina ha? Ég hef bara semi aldrei séð svona á Laugardalsvellinum….
— Jói Skúli (@joiskuli10) October 14, 2024
“Já okei áttu freeze frame af momentinu sem boltinn snertir höndina? Flott, takk fyrir þetta er víti” what a joke
— Jói Skúli (@joiskuli10) October 14, 2024
Mark Orra S
teins minnir á mark Ásgeirs Sigurvinssonar gegn A-Þýskalandi árið 1975 pic.twitter.com/fL2aP3AwPK— Þórhallur Gunnarsson (@thorhallurg) October 14, 2024
Aldrei skipta um gras. Engan nýjan völl. Við þurfum svona hluti.
— Arnar Sveinn (@arnarsveinn) October 14, 2024
⚽️ ¡El 𝐠𝐨𝐥𝐚𝐳𝐨 de Orri para abrir el marcador! pic.twitter.com/nIrn2pU1EU
— Real Sociedad Fútbol (@RealSociedad) October 14, 2024
Tvíspark🤣🤣🤣 pic.twitter.com/BzNDEMfkCF
— Kristján Óli Sigurðsson (@kristjanoli) October 14, 2024
Og þetta er ástæðan fyrir því að lið borgaði 20m eur fyrir þennan gæja!
— Ingimar H. Finnsson (@ingimarh) October 14, 2024
Hann er með gæði og fleira, gææææði og fleiraaa, hann er með gæði og fleira 🎶
— Hrafnkell Freyr Àgústsson (@hrafnkellfreyr) October 14, 2024
Er Orri bara Ronaldinho
— Vilhjálmur Hallsson (@Vilhjalmurfreyr) October 11, 2024
Fínasta frammistaða. Árræðnir, baráttuglaðir og samstíga með heimsklassa töktum frá Orra. Áfram gakk og vonandi fáum í fyrsta sinn undir stjórn Hareide góðar 90 mín.
— Guðmundur Hilmarsson (@GummiHilmars) October 14, 2024