Tyrkir unnu 4-2 sigur á Íslandi á Laugardalsvelli í Þjóðadeildinni í kvöld, leikurinn var jafn og spennandi. Ísland fékk dæmt á sig tvær vítaspyrnur í leiknum þar sem VAR tæknin var notuð, Tyrkir skoruðu aðeins úr annari spyrnu sinni þar.
Í fyrri spyrnunni fór Hakan Çalhanoğlu á punktinn eftir að boltinn fór í hendina á Sverri Inga Ingasyni. Hakan rann hins vegar á punktinum og sparkaði boltanum í vinstri fót sinn og þaðan í markið.
Dómari leiksins hafði því engan annan kost en að dæma markið af. Völlurinn í Laugardalnum er háll og það hafði líklega áhrif.
Íslendingar vildu fá vítaspyrnu eftir þetta en ekki var farið í skjáinn þegar augljóst var að boltinn fór í hönd Tyrkjans á línunni. Urðu margir Íslendingar reiðir út í pólska dómara leiksins.
Orri Steinn Óskarsson og Andri Lucas GUðjohnsen skoruðu mörk Íslands en Hákon Rafn Valdimarsson gerði mistök undir lok leiksins sem kostuðu jafnteflið. Tyrkir komust þá í 2-3 áður en þeir bættu svo einu við.
Arda Guler setti boltann í netið eftir slæm mistök markvarðarins eins og sjá má hér að neðan.
🚨🚨| GOAL: ARDA GULER GIVES TURKIYE THE LEAD!!!
Iceland 2-3 Turkiye
— CentreGoals. (@centregoals) October 14, 2024