„Gríðarlega svekkjandi, að tapa á heimavelli er ekki það sem við viljum,“ sagði Hákon Rafn Valdimarsson eftir 2-4 tap gegn Tyrkjum á Laugardalsvelli í kvöld.
Hákon Rafn segir að íslenska liðið hefi gert mistök í seinni hálfleik.
„Kannski agaðari varnarleik, mjög mikið af skotum á okkur og lítil mistök og stór mistök. Við fáum á okkur tvö víti.“
Hákon gerði sig sekan um slæm mistök í þriðja marki Tyrkja og er sár með það.
„Mjög svekkjandi, allt augnablik með okkur. Mér finnst við betri og kannski að fara að vinna, svo gerist eitthvað svona. Þetta er ekki skemmtilegt.“