fbpx
Fimmtudagur 14.nóvember 2024
433Sport

Eiður Smári – „Ég er ekki að vera neikvæður en hann var lítill og feitur“

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 14. október 2024 10:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég gat ekki séð að Andri yrði leikmaður þegar hann var krakki. Ég er ekki að vera neikvæður, hann var lítill og feitur og hélt á boltanum undir hendinni,“ segir Eiður Smári Guðjohnsen við enska blaðið Mirror um son sinn, Andra Lucas Guðjohnsen.

Andri Lucas á orðið fast sæti í íslenska landsliðshópnum og var keyptur til belgíska liðsins Gent í sumar fyrir mikla fjármuni.

Eiður segist ekki hafa getað séð það fyrir að Andri yrði atvinnumaður. „Ég fór að sjá þetta þegar hann var sjö eða átta ára að hann gæti þetta. Hann tók mjög góð skref í unglingastarfi Espanyol þegar ég var að spila með Barcelona.“

Eiður hefur mikla trú á ágæti Andra í dag. „Hann getur orðið hinn fullkomni framherji, ég horfði aldrei á mig sem slíkan því ég þurfti alltaf einhvern til að vera fyrir framan mig. Andri þarf það ekki, hann er ekta framherji. Hann treystir á stuðning miðjumanna og kantmanna.“

„Andri er sterkur í loftinu, miklu betri en ég var. Hann hefur allt til þess að halda áfram að taka góð skref á ferlinum.“

Getty Images

Eiður minnir svo á að Andri sé aðeins 22 ára og í raun að taka sín fyrstu skref. „Þetta er aðeins hans annað tímabil í meistaraflokki, hann var í vandræðum í Svíþjóð þar sem þjálfarinn var ekki á hans bandi.“

„Hann fer svo til Lyngby og eftir þrjár æfingar þar þá vissu þeir að hann væru hinn fullkomni framherji fyrir þá. Núna er hann svo í Belgíu hjá Gent.“

Getty Images
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Sá sem borgaði 3 milljarða fyrir Orra í sumar að hætta

Sá sem borgaði 3 milljarða fyrir Orra í sumar að hætta
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Fá ekki að vita hver dánarorsök var fyrr en á næsta ári

Fá ekki að vita hver dánarorsök var fyrr en á næsta ári
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Víkingur þarf að borga væna summu í sekt fyrir framkomu stuðningsmanna – Blikar fá smá sekt

Víkingur þarf að borga væna summu í sekt fyrir framkomu stuðningsmanna – Blikar fá smá sekt
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Tveir nánustu aðstoðarmenn Gerrard reknir en hann virðist ætla að lifa af

Tveir nánustu aðstoðarmenn Gerrard reknir en hann virðist ætla að lifa af
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Formaður kennarasambandsins fær á baukinn fyrir ferð sína erlendis um helgina – „Ég vann satt að segja bara töluvert mikið í fjarvinnu“

Formaður kennarasambandsins fær á baukinn fyrir ferð sína erlendis um helgina – „Ég vann satt að segja bara töluvert mikið í fjarvinnu“
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

KSÍ úthlutaði 30 milljónum – Rúmlega helmingur fór til Egilsstaða

KSÍ úthlutaði 30 milljónum – Rúmlega helmingur fór til Egilsstaða
433Sport
Í gær

Hélt framhjá manninum sínum með góðum vini hans – Byrjaði svo með frægum manni sem var að sparka henni

Hélt framhjá manninum sínum með góðum vini hans – Byrjaði svo með frægum manni sem var að sparka henni
433Sport
Í gær

Grófu upp myndband af Coote að dæma hjá Liverpool – Lykilmaður og Klopp létu hann heyra það

Grófu upp myndband af Coote að dæma hjá Liverpool – Lykilmaður og Klopp létu hann heyra það