Age Hareide landsliðsþjálfari Íslands segir engin meiðsli í hópi Íslands fyrir leikinn gegn Tyrklandi á morgun.
Liðin mætast í Þjóðadeildinni á Laugardalsvelli á morgun en sigur kæmi Íslandi við hlið Tyrkja sem hafa sjö stig en íslenska liðið er með sjö stig.
Ísland hefur ekki tapað í sjö leikjum á heimavelli í röð gegn Tyrkjum en Hareide segir það engu máli skipta.
„Það er ómögulegt að horfa til baka í sögunni fyrir hvern leik, hver leikur hefur sína söguna. Ísland er sterkt á heimavelli, það skiptir litlu máli. Tyrkir eru líklega bestir í riðlinum, við verðum að vinna til að komast í topp þrjú í riðlinum,“ sagði Hareide.
Stefán Teitur Þórðarson og Jón Dagur Þorsteinsson taka út leikbann en aðrir verða með eftir leikinn gegn Wales á síðasta föstudag.. „Fyrir utan það er allt í góðu,“ sagði Hareide