Eins magnað og það kann að hljóma fyrir marga þá er sonur Ashley Young búinn að spila sinn fyrsta leik sem atvinnumaður í fótbolta.
Um er að ræða hinn efnilega Tyler Young en hann er á mála hjá Peterborough sem spilar í þriðju efstu deild Englands.
Það er í raun sturluð staðreynd vegna þess að faðir hans, Ashley, er enn að spila og er byrjunarliðsmaður hjá Everton í efstu deild.
Young er 39 ára gamall en sonur hans, Tyler, er 18 ára gamall og spilaði gegn Stevenage í EFL bikarnum í vikunni.
Darren Ferguson, sonur Sir Alex Ferguson, er þjálfari Peterborough og ákvað að gefa stráknum unga tækifæri.