Sævar Atli Magnússon hefur verið valinn í íslenska landsliðshópinn fyrir leikinn gegn Tyrkjum.
Frá þessu er greint í dag en Ísland spilaði við Wales í gær og lauk þeim leik með 2-2 jafntefli.
Næsti leikur er gegn Tyrklandi á mánudaginn og verður það gríðarlega mikilvæg viðureign fyrir Ísland.
Sævar er leikmaður Lyngby í Danmörku en hann hefur spilað fimm landsleiki hingað til.
Jón Dagur Þorsteinsson og Stefán Teitur Þórðarson verða ekki með Íslandi í leiknum þar sem þeir verða í leikbanni.