Thomas Tuchel er sagður vera í viðræðum við enska landsliðið um taka við endanlega af Lee Carsley.
Frá þessu greinir Christian Falk, blaðamaður Bild, en Tuchel er í dag án starfs eftir að hafa yfirgefið Bayern Munchen.
Tuchel þekkir aðeins til Englands en hann vann Meistaradeildina með Chelsea á sínum tíma og talar tungumálið nokkuð vel.
Carsley tók aðeins tímabundið við landsliðinu eftir að Gareth Southgate lét af störfum eftir EM í sumar.
Samkvæmt Falk er Tuchel í viðræðum við enska knattspyrnusambandið en greint er frá þessu stuttu eftir óvænt 2-1 tap Englands gegn Grikklandi í Þjóðadeildinni.