Troy Deeney og Simon Jordan voru steinhissa þegar Graeme Souness fyrrum stjóri Liverpool fór að ræða um Arsene Wenger fyrrum stjóra Arsenal.
Souness gefur lítið fyrir Wenger og segir árangur hans með Arsenal hreinlega hafa verið heppni.
„Ég hef enga sérstaka skoðun á honum, ég hef verið á bekknum og hlustað á hann tala. Ég vann hjá Sky og hann tók margar skrýtnar ákvarðanir,“ sagði Souness.
“Wenger was not a football man, he was very lucky!” 😱
Graeme Souness reveals his opinion of Wenger to @sjopinion10 and @T_Deeney that leaves them SHOCKED 😬
Search ‘Three Up Front’ on all your favourite platforms 💥 pic.twitter.com/lUTajHhUFf
— Up Front (@UpFrontPod) October 10, 2024
„Mitt álit á honum er að hann hafi verið heppin, hann var heppin með það að bestu frönsku leikmenn sögunnar voru að koma upp.“
„Hann fékk í hendurnar bestu varnarlínuna á þeim tíma og 22 ára Dennis Bergkamp.“
Féalagar Souness bentu honum á afrek hans. „Svo komu tíu ár þar sem hann vann enska bikarinn nokkrum sinnum, ég talaði aldrei við hann um fótbolta.