Lee Carsley tímaabundinn þjálfari enska landsliðsins segist ekki hafa neinn sérstakan áhuga á því að taka við liðinu, hann vilji frekar halda áfram með U21 árs landsliðið.
Enska sambandið bað Carsley um að stýra enska liðinu í Þjóðadeildinni en England tapaði gegn Grikkjum á heimavelli í gær.
„Ég var nú hissa eftir síðasta verkefni þegar talað var um eins og ég væri nánast mættur með starfið,“ segir Carlsey.
„Ég hef verið heiðarlegur frá byrjun, ég er með þrjú verkefni og vonandi fer ég svo aftur í U21 árs liðið.“
„Ég sagði frá byrjun að ég myndi ekki útiloka neitt en ég er betri í hinu starfinu.“
„Ég veit að þetta er eitt stærsta starf í heimi og ég er meðvitaður um þá ábyrgð sem er á mér núna.“