Louis Saha, fyrrum leikmaður Manchester United, segir að Erik ten Hag þurfi að fara að líta í eigin barm hjá félaginu.
Ten Hag er ansi valtur í sessi þessa stundina en United hefur ekki byrjað vel á tímabilinu og spilar ekki sannfærandi fótbolta.
Saha segir að Ten Hag sé að kenna öllu um nema sjálfum sér og að hann þurfi mögulega að skoða eigin skilaboð til leikmanna.
,,Vandamálið er að það er engin tengin á milli miðjumannana. Það er engin tengin á milli Bruno Fernandes og Macus Rashford sem dæmi,“ sagði Saha.
,,Vanalega þá er tengingin góð og þeir þurfa ekki að öskra á vellinum. Ég sé það ekki hjá United.“
,,Það er það sem allir stuðningsmenn eru að segja – þeir sjá ekki leið út. Það er alltaf verið að koma með nýjar afsakanir og það pirrar mig. Hann getur ekki sagt það að vinna titla sé nóg – það er það ekki.“
,,Þú getur ekki tapað öllum þessum leikjum og nánast sætt þig við stöðuna – ég er ekki að segja að hann sé að sætta sig við stöðuna en hann fer í vörn sem er óásættanlegt.“
,,Hann er aldrei vandamálið heldur leikmennirnir eða meiðsli – þetta snýst aldrei um hans leikplan eða leikskipulag.“