Julio Enciso tvítugur leikmaður Brighton segist hafa verið nær dauða en lífi þegar það leið yfir hann um borð í flugvél í byrjun vikunnar.
Enciso var á leið með flugi til Paragvæ til að taka þátt í landsliðsverkefni þegar honum fór að líða illa.
Enciso kom við sögu í 3-2 sigri Brighton á Tottenham á sunnudag og fór svo upp í vél.
„Ég fékk hausverk, ég var nálægt því að deyja. Það leið yfir mig um borð,“ segir Enciso.
„Ég var orkulaus, ég hafði ekki borðað eða sofið vel. Ég var á leið á salernið þegar mér leið eins og ég væri að detta.“
„Það steig maður upp og greip mig, hann lét mig drekka Coke og japanska súpu. Það gerði mér gott.“