George Baldock fyrrum leikmaður ÍBV í knattspyrnu fannst í gær látinn á heimili sínu í Grikklandi þar sem hann lék sem atvinnumaður. Hann var aðeins 31 árs gamall.
Samkvæmt grískum miðlum telur lögreglan í Grikklandi að Baldock hafi drukknað. Hann verður hins vegar krufin á sjúkrahúsi í Aþenu.
Baldock lék með ÍBV árið 2012 en var leikmaður Panathinaikos í dag.
Hann hafði átt afar farsælan feril með Sheffield United á Englandi áður en hann fór til Grikklands í sumar. Með Panathinaikos leika Hörður Björgvin Magnússon og Sverrir Ingi Ingason.
Samkvæmt fréttum í Griklandi voru engir áverkar sjáanlegir á Baldock þegar lögregla og lækna mættu á vettvang.
Þegar líkama Baldock var snúið við af botni laugarinnar byrjaði að bubbla úr honum vatn, bendir það til þess að hann hafi kyngt vatni á meðan hann var enn á lífi.
Segja grískir miðlar að það bendi til þess að Baldock hafi drukknað og að vatn hafi komist í lungu hans. Hálftóm áfengis flaska sem grískir miðlar segja að hafi verið vodka fannst við hlið laugarinnar.
Lögreglan hefur einnig beðið um myndefni úr öryggismyndavélum sem eru á húsinu. Talið er að Baldock hafi látið lífið á milli klukkan 19 og 20 á grískum tíma í gær. Lík hans fannst 22:30 að staðartíma.
Eiginkona hans sem enn bjó á Englandi ásamt börnum þeirra hafði þá reynt að ná í hann, hafði hún samband við eiganda hússins sem Baldock leigði. Var það hann sem kom fyrstur á vettvang.
Baldock var í byrjunarliði gríska liðsins á sunnudag ásamt Sverri en þeir léku þar saman í vörninni í markalausu jafntefli.
Hann var fæddur og uppalinn á Englandi en hafði spilað tólf leiki fyrir gríska landsliðið þar sem amma hans var frá Grikklandi. England og Grikkland mætast í Þjóðadeildinni í dag og munu leikmenn bera sorgarbönd.