Marco van Basten einn besti knattspyrnumaður í sögu Hollands hraunar yfir Erik ten Hag að hafa ákveðið að kaupa Manuel Ugarte í sumar.
Miðjumaðurinn frá Úrúgvæ var keyptur til United í sumar frá PSG fyrir 42 milljónir punda.
Ugarte hefur ekki farið neitt sérstaklega vel af stað hjá United og var einn af mörgum sem átti slakan dag gegn Tottenham.
„Ég sá nýjan leikmann labba um hjá Manchester United, Ugarte fyrir 50 milljónir evra,“ sagði van Basten í hollensku sjónvarpi.
„Hvernig fær hann að labba þarna um? Þetta er svo heimskulegt hjá Ten Hag að kaupa þennan leikmann sem er ekki nógu góður.“
Van Basten telur að Ten Hag hafi gert stór mistök með þessu en United var í allt sumar að eltast við Ugarte.