Tólf félög í Evrópu hafa tryggt sér Evrópusæti fyrir næsta tímabil en um er að ræða sumardeildir. Þrjú þessara liða eru íslensk.
KA hefur tryggt sig inn í Sambandsdeildina með sigri í bikarnum og þá er orðið ljóst að Breiðablik og Víkingur fá Evrópusæti í gegnum deildina.
Víkingur og Breiðablik eru á toppi Bestu deildarinnar þegar þrjár umferðir eru eftir. Eitt lið í viðbót fær Evrópusæti frá Íslandi en Valur og Stjarnan virðast ætla að berjast um það eins og staðan er núna.
Bæði lið eru með 55 stig en liðin mætast í lokaumferðinni þar sem hreinn og klár úrslitaleikur gæti farið fram.
Hér að neðan eru tólf lið sem hafa tryggt sig inn í Evrópukeppni á næsta ári.